Fold er traust og rótgróin fasteignasala, stofnuð árið 1994 af Viðari Böðvarssyni og fjölskyldu hans. Fasteignasalan flutti í bjart og rúmgott eigið húsnæði í Sóltúni 20 árið 2017 en hafði fram að því verið til húsa að Laugavegi 170. Húsnæðið í Sóltúni 20 var sérstaklega hannað með þarfir fasteignasölu í huga og þar fer vel um viðskipavini og starfsfólk.
Fasteignasala er atvinnugrein sem nauðsynlegt er að byggi á traustum og öruggum vinnubrögðum því miklir hagsmunir eru í húfi hjá viðskiptavinum í því ferli öllu. Eigandinn, Viðar Böðvarsson, hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1980. Hann var einn af 17 stofnendum Félags fasteignasala árið 1983 og sat lengi í stjórn félagsins, meðal annars sem varaformaður. Félagsmenn FF starfa eftir siðareglum félagsins auk þess sem félagið leggur áherslu á að viðhalda þekkingu félagsmanna með símenntun. Félagið sinnir einnig upplýsingamiðlun til fjölmiðla og almennings um fasteignaviðskipti og vinnur að því að tryggja örugga viðskiptahætti á sviði fasteignaviðskipta.
Starfsmenn fasteignasölunnar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á fasteignaviðskiptum og öllu sem þeim viðkemur. Þeir eru ýmist löggiltir fasteignasalar eða í námi til löggildingar. Starfsmenn eru duglegir að innleiða nýjungar í tækni og aðferðafræði sem tryggir að vinnubrögðin séu í takt við tímann.
Viðskiptavinir geta treyst því að starfsfólk Foldar leggi sig fram við að þjónusta viðskiptavini, hvort sem um er að ræða kaup, sölu eða leigu fasteigna. Starfsfólkið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum fasteignaviðskipta og -ráðgjafar.
Fold hefur í áratugi annast sölu og leigu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði ásamt frístundahúsum, verðmetur fasteignir og hefur milligöngu um leigu íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Síðustu ár hefur Fold aukið umsvif í leigumiðlun á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Farsæl viðskipti og þjónusta í áratugi er aðalsmerki Foldar og er fagmennska ávallt höfð í fyrirrúmi. Leitast er við að tryggja að allt ferli viðskiptanna gangi eins og best verður á kosið og að staða hvers verkefnis sé ávallt skýr. Markmið fasteignasölunnar er að veita viðskiptavinum, hér eftir sem hingað til, fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum fasteignaviðskipta.
Kt. 590794-2529
Vsknr. 43299