552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Viðar Böðvarsson Framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur, lögg fast S: 5521400 og 6941401 [email protected]
Anna Ólafía Guðnadóttir Bókmennta og íslenskufræðingur. S: 696-1450 [email protected]
Einar Marteinsson Löggiltur fasteignasali S: 893-9132 [email protected]
Gústaf Adolf Björnsson Íþróttafræðingur og Löggiltur fasteignasali S: 895-7205 [email protected]
Kristín Pétursdóttir Löggiltur fasteignasali, yfirmaður skjalagerðar. S: 552-1400 [email protected]
Rakel Viðarsdóttir Viðskiptalögfræðingur, skrifstofu og fjármálastjóri, í námi til löggildingar. S: 552-1400 [email protected]
Hlynur Ragnarsson Í námi til löggildingar sem fasteignasali. S: 624-8080 [email protected]

Fold fasteignasala ehf. var stofnuð af Viðari Böðvarssyni og fjölskyldu hans í júlí árið 1994. Viðar hafði þá að baki fjórtán ára starfsreynslu í fasteignaviðskiptum og af rekstri fasteignasölu. Á þeim árum sem liðin eru frá því að fasteignasalan Fold hóf starfsemi hefur hún haslað sér völl á íslenskum fasteignamarkaði. Rekstur nútíma fasteignasölu hefur á síðustu árum krafist vel menntaðs starfsfólks til að þjónusta viðskiptavini á traustan og fagmannlegan hátt. Á sama tíma hefur tæknivæðing stóraukist svo og allt sem snýr að lagalegum kröfum sem gerðar eru til fasteignasala. Af þessu leiðir að sífellt eru gerðar meiri kröfur til fagkunnáttu starfsfólksins sem sinnir þessari þjónustu.

Fasteignasala er í eðli sínu atvinnugrein sem nauðsynlegt er að byggi á traustum og öruggum vinnubrögðum því miklir hagsmunir eru í húfi hjá viðskiptavinum. Um leið þurfa fasteignasölur að vera framsæknar, opnar fyrir nýjungum í auglýsingum og kynningu eigna auk margs annars sem að viðskiptunum snýr. Traust og örugg þjónusta á öllum sviðum fasteignaviðskipta er aðalsmerki Foldar sem hefur og mun hafa fagmennsku í fyrirrúmi í stefnumótun sinni. Fold hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði með því að innleiða ýmsar nýjungar sem síðan hafa rutt sér til rúms í nútímalegri fasteignasölu. Þannig hefur fyrirtækið frá byrjun tekið þátt í þeirri tækniþróun sem tengist kynningu fasteigna á veraldarvefnum og á samfélagsmiðlum. Skýr verkaskipting er milli starfsmanna fasteignasölunnar sem vinna eftir gæðastjórnunarkerfi. Með tíðum fundarhöldum er leitast við að tryggja að allt ferli viðskiptanna gangi snuðrulaust fyrir sig og að staða hvers verkefnis sé ávallt skýr. Þessir þættir, það er tækni og skipulag, eiga án efa eftir að þróast og breytast mikið á næstu árum og mun Fold fasteignasala taka þátt í þeirri þróun og halda áfram að vera leiðandi í fasteignaviðskiptum. Síðustu ár hefur Fold aukið umsvif í leigumiðlun, bæði á íbúðar og atvinnuhúsnæði. Árið 2017 flutti Fold af Laugavegi 170. Fyrirtækið hóf feril sinn í gamla Hekluhúsinu og leigði þar í tæp 23 ár. Fest voru kaup á húsnæði í Sóltúni 20 á annari hæð. Því húsnæði var umbreytt í nútímalegt horf með frábærri aðstoð Berglindar Berndsen innanhússhönnuðar. Það fer vel um bæði starfsfólk og viðskiptavini í björtu og nýtískulegu umhverfi og hefur flutningurinn haft góð áhrif á viðskiptin

Kt: 590794-2529
Vsk nr: 43299

Gjaldskrá Foldar fasteignasölu: Söluþóknun er umsemjanleg og fer eftir tegund, stærð og verði hinnar seldu eignar. Almennt er söluþóknun á bilinu 1,5 - 2,5% af söluverði eignar, auk virðisaukaskatts. Kostnaður við gagnaöflun er frá kr. 37.200.- með virðisaukaskatti og er skránig á helstu vefmiðlum ( mbl.is, visir.is, fold.is og frettabladid.is innifalin í gjaldinu. Fyrir auglýsingar í prentmiðlum er greitt samkvæmt gjaldskrá miðilsins en eigendur eigna í einkasölu fá 20% afslátt. Umsýsluþóknun  leigutaka og kaupenda er frá 49.600 kr., með virðisaukaskatti. Munnlegt söluverðmat er frítt. Ef óskað er eftir skriflegu verðmati íbúðarhúsnæðis er kostnaður við það umsemjanlegur eftir umfangi, lágmarkskostnaður er kr. 24.800.- með vsk. Kostnaður við mat atvinnuhúsnæðis fer eftir umfangi verks. Ef um er að ræða skjalagerð án söluferlis, þ.e. skoðun og verðmat íbúðar, aðstoð við tilboðsgerð, gerð kaupsamnings, afsals og annara skjala er viðskiptin varða er þóknun umsemjanleg, fer eftir umfangi verksin og er yfirleitt á bilinu kr. 250.000. - 372.000. með virðisaukaskatti fyrir minni eignir.