552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

FRÉTTIR

Fréttir

Fasteignamarkaður gefur lítið eftir en hægir á framboði

Íbúðauppbygging hér á landi hefur verið mjög sveiflukennd síðustu ár, bæði hvað magn og tegund íbúða varðar. Gert er ráð fyrir því að íbúðafjárfesting dragist saman um 16% í ár en aukist svo um 2-5% árlega á næstu árum.


Fín fast­eigna­sala í mars

Verð á fjöl­býli hækkaði í mars en verð á sér­býli lækkaði um 1,8%. Þetta er mesta lækk­un sem hef­ur mælst á milli mánaða í tæp sex ár. Viðskipt­um með íbúðar­hús­næði fjölgaði um 5% á milli ára. Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans sem vís­ar í töl­ur frá Þjóðskrá Íslands.


Lengsta tímabil raunverðshækkana á íbúðamarkaði

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað samfellt í 9 ár sem er lengsta tímabil raunverðshækkana sem gögn ná til. Kaupmáttur hefur einnig aukist stöðugt milli ára og þróast nú í auknum mæli í takt við hækkanir á raunverði íbúða.


Meiri húsnæðiskaupahugur

Meiri töggur í einkaneyslunni á vordögum en útlit var fyrir?


12 mánaða hækkun fasteignaverðs

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,15% milli mánaða í febrúar. Því er ljóst að raunverð fasteigna lækkaði heldur meira milli mánaða en sem nemur nafnverðslækkuninni. Horft yfir lengra tímabil þá hefur hófleg hækkun fasteignaverðs síðustu mánuði þó náð að halda nokkurn veginn í við þróun verðbólgunnar án fasteignakostnaðar. Því hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt og reyndar farið lítillega hækkandi fram til þessa. Raunverð íbúðarhúsnæðis var í sögulegu hámarki í janúar en lækkaði um rúmlega 1,1% í febrúarmánuði. Raunverð fór hæst í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og hefur síðan hækkað um u.þ.b. 8%. Árshækkun raunverðs er orðin hóflegri en áður. Þannig var raunverð fasteigna nú í febrúar um 1,5% hærra en í febrúar 2018. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er mun minni en árin tvö þar á undan. Samsvarandi tölur voru 11,4% fyrir febrúar 2018 og 20,2% fyrir febrúar 2017. Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar voru með svipuðum hætti og á síðustu mánuðum síðasta árs. Þannig voru viðskipti síðustu 3 mánuði um 4% fleiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Viðskipti á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru einnig eilítið fleiri en að meðaltali á öllu árinu 2018, að meðaltali 626 í janúar og febrúar á móti 607 viðskipta meðalmánuði í fyrra. Íslenskur fasteignamarkaður einkennist af miklum sviptingum á tímum. Þannig muna margir eftir miklum verðhækkanatímabilum sem hófust á árinu 2002 (þó mest frá árinu 2004) og svo aftur í upphafi ársins 2006. Eins getur verðfall verið dramatískt, en fallið í raunverði frá árinu 2008 fram til 2010 var um 35%. Frá upphafi ársins 2016 fram á mitt ár 2017 hækkaði raunverð fasteigna um u.þ.b. 30% á sama tíma og launahækkanir voru sögulega mjög miklar. Séu raunfasteignaverð og raunlaun borin saman kemur í ljós að fasteignaverðið hefur frekar haft vinninginn á síðustu árum. Frá upphafi ársins 2011 út árið 2014 breyttust raunfasteignaverð og raunlaun með svipuðum hætti. Þá tók fasteignaverð að hækka meira um hríð en svo unnu launin á. Frá vorinu 2016 fram á mitt ár 2017 hækkaði fasteignaverð hinsvegar verulega umfram laun þannig að það minnti á tímabilið eftir 2004. Frá miðju ári 2017, eða í rúmt eitt og hálft ár, hafa raunlaun og raunfasteignaverð hækkað með svipuðum hætti. Þetta stöðugaleikatímabil minnir dálítið á fyrrnefnt tímabil frá 2011-2014. Þannig má segja að jafnvægi hafi ríkt á milli fasteignaverðs og raunlauna í óvenjulega langan tíma, en þó á mun hærra raunverði en var á árunum 2011-2014. Í nýlegri Hagsjá kom fram að um 1.500 nýjar íbúðir hafi verið settar á söluskrá á höfuðborgarsvæðinu seinni hluta ársins 2018 og að einungis hafi selst um 440 nýjar íbúðir á sama tíma. Það lítur því út fyrir að óseldar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skipti hundruðum nú um stundir. Fari svo að slá þurfi af verði nýrra íbúða gæti það haft áhrif á verð eldri íbúða. Nafnverð íbúðarhúsnæðis er jafnan tregbreytanlegt niður á við og mætti því ætla að áhrifin af lækkun nýrra íbúða sköpuðu frekar kyrrstöðu í einhvern tíma í stað þess að verð lækki mikið. Verðlækkunin nú í febrúar kann að vera merki um þessa þróun, en það er þó varasamt að taka of mikið mið af einum mánuði. Mikið óvissuástand einkennir íslenskt efnahagslíf áfram eins og síðustu vikur og mánuði. Hvað fasteignamarkaðinn varðar er það einkum óvissa um kjaramál og kjarasamninga sem skiptir máli. Þrátt fyrir alla umræðu um óvissu má segja að fasteignamarkaðurinn hafi lifað ágætu lífi síðustu mánuði og viðskipti haldið áfram með hefðbundnum hætti hvað fjölda viðskipta varðar, en verðþróunin er mun hægari en áður var.


VANTAR EIGNIR á SKRÁ.

Höfum fjölda kaupenda á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs ykkur að kostnaðarlausu.


Vísitala Íbúðarverðs

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% milli júní og júlí samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um samtals 5,2% undanfarið ár. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist sú sama í júlí eins og í júní. Í júlí í fyrra hafði íbúðaverð hækkað um 19% á einu ári og eru verðhækkanir á íbúðum því talsvert hóflegri en fyrir ári síðan.


Til hamingju

Við óskum Einari Marteinssyni til hamingju með að vera orðinn löggiltur fasteignasali.


Húsnæðisverð, kosningar og aldamótakynslóðin

Mun aldamótakynslóðin fara úr foreldrahúsum þegar laun eru há eða heldur hún áfram að fara í heimsreisur, drekka kaffi og borða samlokur með lárperu?


Ný skýrsla Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn

Íbúðaverð mun hækka um ríflega 20% í ár frá síðasta ári og á næsta ári mun hækkunin nema tæplega 12% ef spár Greiningar Íslandsbanka ná fram að ganga. Árið 2019 er því spáð að hækkunin verði tæplega 5% að jafnaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bankans um stöðuna á íbúðamarkaði. Veðsetningarhlutfall einstaklinga með íbúðaskuldir var rúmlega 42% um síðustu áramót og hefur nánast helmingast frá árinu 2010. Bæði hafa skuldir lækkað og íbúðaverð hækkað sem leiðir af sér lækkandi veðsetningarhlutfall heimilanna. Kaupmáttarþróun heimila er lykilþáttur í verðþróun á íbúðamarkaði, enda hefur sagan sýnt að til lengri tíma litið tekur hlutfall húnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum tiltölulega litlum breytingum. Kaupmáttarþróunin mun því áfram styðja við hækkun íbúðaverðs fremur en hitt.


Kaup fyrirtækja á fasteignum

Á síðustu misserum hafa 12-14% íbúða sem einstaklingar selja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar verið keyptar af fyrirtækjum. Sé litið á höfuðborgarsvæðið allt seldu einstaklingar um 6% íbúða til fyrirtækja á árinu 2016, eða um 350 íbúðir.


Fasteignaverð hækkar

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% í ágúst. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,4% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru áfram mjög miklar. Verð á fjölbýli hækkaði um 18,4% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 20,8%.


SUMARHÚSAHELGI Á FOLD

laugardaginn 22. júlí, kl. 13-15


Fold er flutt í Sóltún 20

Fold er flutt í Sóltún 20. Um mánaðarmótin mars/apríl flutti Fold fasteignasala starfsemi sína í eigið húsnæði á annarri hæð í Sóltúni 20. Það var kominn tími til að fara að heiman, enda fyrirtækið orðið 22 ára gamalt og verið á æskuheimilinu að Laugavegi 170 frá upphafi. Við erum í björtu og fallegu húsnæði og bjóðum gamla og nýja viðskiptavini og velunnara velkoma að kíkja til okkar í kaffi. Verið hjartanlega velkomin, næg bílastæði..


FRÉTTIR AF FASTEIGNAMARKAÐI Í BYRJUN ÁRS 2017

Minnkandi framboð á fasteignamarkaði hefur haft í för með sér verðhækkanir sem eru töluvert umfram væntingar. Markaðurinn er því sérstaklega hagstæður seljendum um þessar mundir.


Hækkanir á fasteignaverði mestar í Miðbæ Reykjavíkur og í Fossvogi

Þótt hækkanir hafi verið umtalsverðar á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu þá telja menn að þær séu fyrst og fremst leiðrétting en ekki fasteignabóla eins og sú sem varð um 2007. Þetta kemur fram í fréttum í Viðskiptablaðinu og á RÚV.is


Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar og viðskipti aukast

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 9,4% á síðasta ári Þetta eru mestu hækkanir milli ára síðan 2007. Hagfræðideildir bankanna spá áframhaldandi hækkunum á fasteignum og segja að skortur sé orðinn á nýjum íbúðum.


Frumvarp til breytinga á lögum um sölu fasteigna til umræðu á Alþingi

Í sumar voru samþykkt lög á alþingi um fasteignasala. Ekki eru allir á eitt sáttir um lögin sem fela í sér að einungis þeir sem hafa réttindi sem löggiltir fasteignasalar leyfi til að starfa sem sölumenn á fasteignasölum.


Gott að hafa í huga

Nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga við sýningu á fasteign


Nokkur atriði sem gott er að líta fram hjá í leitinni af draumaheimilinu

Þegar þú ferð að skoða íbúð eða hús þá getur oft verið erfitt að sjá þig fyrir þér í rýminu, oft eru persónulegur munir eins og myndir eða verðlaunagripir uppi við og eignin ekki innréttuð eins og þú myndir vilja hafa hana, en mikilvægt er að reyna horfa fram hjá þessum atriðum þar sem möguleiki er á því að þetta sé rétta eignin fyrir þig. Hér er listi yfir nokkra hluti sem þú ættir að líta fram hjá þegar þú ert að skoða eign


Eru fyrstu íbúðarkaupin á döfinni?

Góður undirbúningur skiptir miklu máli þegar farið er í fyrstu íbúðarkaupin. Ef þú ætlar að kaupa þína fyrstu íbúð á árinu þá er ýmislegt sem að þú getur gert til að byrja undirbúninginn. Hér eru nokkur atriði sem gott er að huga að áður en þú kaupir draumaíbúðina þína.